Severino skrifar undir hjá Keflavík
Ástralinn Danny Severino hefur skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnulið Keflavíkur. Danny var til reynslu í æfingarferð liðsins á Spáni fyrir skemmstu og var í framhaldinu boðinn samningur hjá félaginu.
Danny er miðjumaður og leikur þar yfirleitt vinstra megin. Hann hefur víða farið og m.a. leikið með Millwall á Englandi og Piacenza á Ítalíu.
www.keflavik.is
VF-mynd/ Jón Örvar Arason