Þriðjudagur 18. júlí 2006 kl. 10:25
Semja ekki við Morten
Knattspyrnulið Grindavíkur mun ekki semja við danska varnarmanninn Morten Overgaard sem hefur verið til reynslu hjá félaginu að undanförnu.
Kodi Dakinah, sem kemur einnig frá Danmörku, hefur líka verið að æfa með Grindvíkingum en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort semja eigi við Kodi.