Seigla hjá Keflvíkingum
Keflvíkingar héldu sér í toppbaráttunni í Domino's deild kvenna í gær með því að landa naumum sigri gegn Valskonum, en lokatölur uðru 81-79 í TM-Höllinni. Valskonur höfðu forystu þegar um fimm mínútur voru til leiksloka en með baráttu og seiglu náðu Keflvíkinga að knýja fram sigur en þar munaðu mikið um framlag Söndru Lindar Þrastardóttur á vítalínunni. Keflvíkingar eru nú fjórum stigum á eftir toppliði Snæfells en liðið hefur 24 stig líkt og Haukar í 2.-3. sæti.
Tölfræðin:
Keflavík: Porsche Landry 29/6 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Bryndís Guðmundsdóttir 20/6 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 11/6 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 9/6 fráköst, Lovísa Falsdóttir 4, Bríet Sif Hinriksdóttir 4, Aníta Eva Viðarsdóttir 2, Telma Lind Ásgeirsdóttir 2/4 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 0, Kristrún Björgvinsdóttir 0, Katrín Fríða Jóhannsdóttir 0, Elfa Falsdottir 0.