Scott Ramsey skrifar undir 3ja ára samning
Scott Ramsey skrifaði í gær undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild Grindavíkur en hann hefur um árabil verið lykilmaður í úrvalsdeildarliði Grindavíkur.
Scott Ramsey er 34 ára og lék með Grindavík á árunum 1998 til 2003. Þá fór hann í KR, Keflavík og Víði en kom aftur 2007 í raðir Grindvíkinga. Ramsey sagðist eftir undirskriftina í gær eiga a.m.k. 3 góð ár eftir í boltanum og hann sé alsæll að ljúka ferlinum í Grindavík.
Knattspyrnuvertíðin í Pepsi-deild karla í knattspyrnu hefst í kvöld en þá mætir Grindavík Stjörnunni í Garðabæ.