Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Scott Ramsey að kveðja Grindvíkinga?
Scott Ramsey í leik með Grindvíkingum
Þriðjudagur 14. júlí 2015 kl. 14:13

Scott Ramsey að kveðja Grindvíkinga?

Grindavík tekur á móti KA í kvöld

Grindvíkingar taka á móti KA mönnum á Grindavíkurvelli í kvöld í 11. umferð 1. deildar karla. Leikurinn verður samkvæmt heimildum Víkurfrétta kveðjuleikur Scott Ramsey sem mun yfirgefa Grindavík í félagaskiptaglugganum og ganga til liðs við Reyni Sandgerði sem berst við topp 3. deildarinnar. Hinn fertugi Ramsey hefur leikið 319 leiki á Íslandi með Grindavík, KR, Reyni Sandgerði og Víði í Garði og skorað í þeim 51 mark.

Grindvíkingar sitja í 7. sæti 1. deildar með 14 stig og hafa rokkað upp og niður töfluna í sumar í leit að stöðugleika sem hefur verið helsta vandamál liðsins hingað til. KA er í 4. sætinu með 18 stig og geta með sigri blandað sér fyrir alvöru í toppbaráttuna í deildinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Leikurinn hefst kl. 18 á Grindavíkurvelli.