Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sayman leikur með Njarðvík í vetur
Mánudagur 16. ágúst 2004 kl. 11:39

Sayman leikur með Njarðvík í vetur

Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hefur gengið frá samningum við 22 ára bandarískan leikstjórnanda, Matt Sayman sem mun leika með liðinu á komandi leiktíð.

Þar með eru þeir komnir með fullskipaðan leikmannahóp fyrir næstu leiktíð og segir Einar Árni Jóhansson að mikil samkeppni verði um leiktíma í öllum stöðum.

Sayman er 193sm á hæð og var m.a. fyrirliði liðs Baylor-háskóla á sínu síðasta ári. „Hann er ekki þessi skytta eins og Brandon Woudstra sem var hjá okkur í fyrra,“ sagði Einar Árni. „Hans styrkleiki er fyrst og fremst leikskilningurinn og að finna meðspilarana.“

Sayman er væntanlegur til landsins í byrjun september og fer með liðinu til Danmerkur í æfingaferð nokkru síðar. „Hann hlakkar mikið til að koma,“ segir Einar að lokum og bætir því við að hann sé ánægður með þetta góða tækifæri.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024