Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sautjánda tap Njarðvíkur
Miðvikudagur 24. janúar 2018 kl. 21:03

Sautjánda tap Njarðvíkur

Njarðvík tók á móti Stjörnunni í Ljónagryfjunni í kvöld og tókst liðinu ekki að næla sér í fyrsta sigur sinn í deildinni og tapaði sínum sautjánda leik í röð í Domino´s-deild kvenna í körfu. Lokatölur leiksins urðu 64-86 fyrir Stjörnunni og 22 stiga tap staðreynd.

Shalonda R. Winton var eins og í öðrum leikjum Njarðvíkur stigahæst með 21 stig, tók 12 fráköst og var með 7 stoðsendingar aðrir stigahæstu leikmenn Njarðvíkur voru Hulda Bergsteinsdóttir með 15 stig 11 fráköst, Björk Gunnarsdóttir með 13 stig og 7 stoðsendingar og María Jónsdóttir með 9 stig og 6 fráköst.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024