Sárt tap í háspennuleik
Þrátt fyrir að sýna frábæran leik á köflum tapaði Keflavík fyrir úkraínska liðinu BC Dnipro Dnepropetrovsk í gær, 96-97.
Leikurinn var í áskorendabikar Evrópu í körfuknattleik en nú hefur Keflavík tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í keppninni líkt og Njarðvíkingar.
Keflvíkingar mættu sterkir til leiks og skoruðu fyrstu 8 stig leiksins. Þeir léku fasta maður á mann vörn sem sló gestina út af laginu og höfðu frumkvæðið allan fyrsta leikhlutann þar sem Thomas Soltau var drjúgur undir körfunniog gerði 12 stig. Magnús Gunnarson kom Keflvíkingum í 22-10 með þriggja stiga körfu um miðbi leikhlutans, en þá var sem Dnipro menn vöknuðu til lífsins. Þeir unnu hægt og bítandi á og náðu að minnka muninn niður í 1 stig en Jermaine williams átti lokaorðið í lekhlutanum og breytti stöðunni í 32-29.
Í upphafi annars leikhluta náðu úkraínumennirnir frumkvæðinu og liðin skiptust á að leiða fram að hálfleik þegar Keflavík komst í 54-51 eftir að tæknivíti var dæmt á gestina.
Þeir létu dómgæsluna fara í taugarnar á sér, en tveir leikmenn þeirra voru komnir með 4 villur fyrir hálfleik.
Thomas Soltau var með 17 stig í hálfleiknum, en JónNorðdal hafði omið sterkur inn í 2. leikhluta og skorað 8 stig, flest með gegnumbrotum og hraðaupphlaupum.
Magnús Gunnarsson hóf seinni hálfleikinn með stæl þegar hann gerði eina af 6 þriggja stiga körfum sínum í leiknum. Keflvíkingar leiddu fram að stöðunni 68-69, en omust aftur yfir og voru með 2ja stiga forskot fyrir lokasprettinn, 75-73.
Lokaspretturinn var æsispennandi þar sem liðin skiptust fimm sinnum á aðleiða og fimm sinnum voru liðin jöfn að stigum.
Dnipro menn voru í miklum villuvandræðum þar sem þrír leikmenn þeirra voru farnir útaf með 5 villur, en leiurinn var fastur og hraður þannig að áður en yfir lauk voru tíu leikmenn í báðum liðum með 4 eða 5 villur.
Það hafði þó ekki áhrif á leik gestanna enda mikil breidd í liðinu og maður kom í manns stað.
Þegar 5 mín voru eftir af leiknum var staðan 85-85 og taugar þandar til hins ítrasta.
Arnar Freyr Jónsson kom sínum mönnum yfir 88-87 með vítsaskoti þegar rúmar 2 mín voru eftir, en eftir það tóku Dnipro menn sig á og hreinlega völtuðu yfir keflvíkinga undir körfunum þar sem þeir tóku hvert sóknarfrákastið á fætur öðru auk þess sem þeir léku frábæra vörn sem Keflavík hafði fá svör við.
Magnús Þór Gunnarsson var þó ekki á því að gefast upp heldur setti eina af sínum frægu þriggja stiga körfum og hélt Keflavík inni í leiknum, staðan 93-96.
Þannig stóðu leikar þegar 29 sekúndur voru eftir og Keflvíkingar áttu boltann. þeir fóru hins vegar illa að ráði sínu og misstu boltann og Zavackas fór á línuna. Hann hitti úr öðru skotinu og staðan orðin tvísýn fyrir heimamenn, enda aðeins rúmar 6 sek eftir.
Magnús Þór lét þó ekki að sér hæða heldur setti frábæra þriggja stiga körfu þegar 1.6 sekúnda var eftir. Sá tími nægði ekki þar sem tíminn rann út og Dnipro fögnuðu ákaft.
Í samtali við Víkurfréttir eftir leikinn sagðist Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, vera hundfúll með að hafa ekki náð sigri því þeir hafi leikið vel. "Við leifðum þeim hins vegar að komast upp með að taka of mikið af sóknarfráköstum undir lokin og eins spiluðu þeir góða vörn sem við áttum í vandræðum með." Næsti Evrópuleikur Keflavíkur er gegn sænska liðinu Holmer Norrköping, sem hefur einnig tapað sínum fyrstu tveinur leikjum. Með sigri þar halda Keflvíkingar sér inni í keppninni, en leikurinn fer fram í Sláturhúsinu þann fimmtudaginn 23. nóv.
Tölfræði leiksins
VF-myndir/Þorgils - Fleiri myndir í myndasafni hægra megin á síðunni
Leikurinn var í áskorendabikar Evrópu í körfuknattleik en nú hefur Keflavík tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í keppninni líkt og Njarðvíkingar.
Keflvíkingar mættu sterkir til leiks og skoruðu fyrstu 8 stig leiksins. Þeir léku fasta maður á mann vörn sem sló gestina út af laginu og höfðu frumkvæðið allan fyrsta leikhlutann þar sem Thomas Soltau var drjúgur undir körfunniog gerði 12 stig. Magnús Gunnarson kom Keflvíkingum í 22-10 með þriggja stiga körfu um miðbi leikhlutans, en þá var sem Dnipro menn vöknuðu til lífsins. Þeir unnu hægt og bítandi á og náðu að minnka muninn niður í 1 stig en Jermaine williams átti lokaorðið í lekhlutanum og breytti stöðunni í 32-29.
Í upphafi annars leikhluta náðu úkraínumennirnir frumkvæðinu og liðin skiptust á að leiða fram að hálfleik þegar Keflavík komst í 54-51 eftir að tæknivíti var dæmt á gestina.
Þeir létu dómgæsluna fara í taugarnar á sér, en tveir leikmenn þeirra voru komnir með 4 villur fyrir hálfleik.
Thomas Soltau var með 17 stig í hálfleiknum, en JónNorðdal hafði omið sterkur inn í 2. leikhluta og skorað 8 stig, flest með gegnumbrotum og hraðaupphlaupum.
Magnús Gunnarsson hóf seinni hálfleikinn með stæl þegar hann gerði eina af 6 þriggja stiga körfum sínum í leiknum. Keflvíkingar leiddu fram að stöðunni 68-69, en omust aftur yfir og voru með 2ja stiga forskot fyrir lokasprettinn, 75-73.
Lokaspretturinn var æsispennandi þar sem liðin skiptust fimm sinnum á aðleiða og fimm sinnum voru liðin jöfn að stigum.
Dnipro menn voru í miklum villuvandræðum þar sem þrír leikmenn þeirra voru farnir útaf með 5 villur, en leiurinn var fastur og hraður þannig að áður en yfir lauk voru tíu leikmenn í báðum liðum með 4 eða 5 villur.
Það hafði þó ekki áhrif á leik gestanna enda mikil breidd í liðinu og maður kom í manns stað.
Þegar 5 mín voru eftir af leiknum var staðan 85-85 og taugar þandar til hins ítrasta.
Arnar Freyr Jónsson kom sínum mönnum yfir 88-87 með vítsaskoti þegar rúmar 2 mín voru eftir, en eftir það tóku Dnipro menn sig á og hreinlega völtuðu yfir keflvíkinga undir körfunum þar sem þeir tóku hvert sóknarfrákastið á fætur öðru auk þess sem þeir léku frábæra vörn sem Keflavík hafði fá svör við.
Magnús Þór Gunnarsson var þó ekki á því að gefast upp heldur setti eina af sínum frægu þriggja stiga körfum og hélt Keflavík inni í leiknum, staðan 93-96.
Þannig stóðu leikar þegar 29 sekúndur voru eftir og Keflvíkingar áttu boltann. þeir fóru hins vegar illa að ráði sínu og misstu boltann og Zavackas fór á línuna. Hann hitti úr öðru skotinu og staðan orðin tvísýn fyrir heimamenn, enda aðeins rúmar 6 sek eftir.
Magnús Þór lét þó ekki að sér hæða heldur setti frábæra þriggja stiga körfu þegar 1.6 sekúnda var eftir. Sá tími nægði ekki þar sem tíminn rann út og Dnipro fögnuðu ákaft.
Í samtali við Víkurfréttir eftir leikinn sagðist Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, vera hundfúll með að hafa ekki náð sigri því þeir hafi leikið vel. "Við leifðum þeim hins vegar að komast upp með að taka of mikið af sóknarfráköstum undir lokin og eins spiluðu þeir góða vörn sem við áttum í vandræðum með." Næsti Evrópuleikur Keflavíkur er gegn sænska liðinu Holmer Norrköping, sem hefur einnig tapað sínum fyrstu tveinur leikjum. Með sigri þar halda Keflvíkingar sér inni í keppninni, en leikurinn fer fram í Sláturhúsinu þann fimmtudaginn 23. nóv.
Tölfræði leiksins
VF-myndir/Þorgils - Fleiri myndir í myndasafni hægra megin á síðunni