Sárt tap í Eyjum hjá Grindvíkingum
Ekki var lukkan með Grindavíkurstúlkum þegar þær gerðu sér ferð til Eyja og mættu ÍBV í Pepsi-deild kvenna í gær. ÍBV hafði 2-1 sigur og Grindvíkingar eru enn aðeins með 1 stig eftir 7 leiki og verma botnsætið.
Þær gulklæddu náðu þó forystu í síðari hálfleik þegar að Sarah Wilson kom þeim yfir með fínni afgreiðslu. Það voru svo tvö mörk Berglindar Þorvaldsdóttur á síðustu 5 mínútum leiksins sem gerðu út um leikinn og Grindvíkingar fóru heim með sárt ennið.