Sara sigraði aftur í Boston
Hin magnaða Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir sigraði enn eitt mótið í Crossfit í gær. Annað árið í röð sigraði hún sterkt mót sem kallast East Coast Championship þar sem heimsmeistarinn sjálfur, Katrín Tanja Davíðsdóttir, hafnaði í sjötta sæti.
Sara var mjög stöðug og hafnaði aldrei ofar en í fimmta sæti í greinum mótsins sem fram fór í Boston í Bandaríkjunum. Sara var tíu stigum á undan þeirri sem hafnaði í öðru sæti en keppni var spennandi allt til loka. Fyrir sigurinn hlaut Sara 15.000 dollara eða tæpar tvær milljónir króna.