Sara sigraði - Elvar góður í tapi
Lið Kristins fékk skell
Suðurnesjafólkið okkar í bandaríska háskólaboltanum í körfubolta var í eldlínunni í gær en þar áttu þau misjöfnu gengi að fagna.
Elvar Már Friðriksson og félagar í Barry háskólanum þurftu að sætt sig við naumt tap í leik gegn Palm Beach, 99-100 lokatölur. Njarðvíkingurinn Elvar átti afbragðs leik þar sem hann skoraði 16 stig og gaf átta stoðsendingar. Elvar nýtti skot sín vel og tapaði aðeins tveimur boltum á 36 mínútum.
Njarðvíkingurinn Kristinn Pálsson og lið hans Marist, tapaði stórt gegn skóla IONA. Kristinn skoraði sex stig og tók þrjú fráköst, en hann lék mest allra í liði sínu eða 33 mínútur alls.
Canisius skólinn þar sem Keflvíkingingurinn Sara Rún Hinriksdóttir leikur, sigruðu lið St. Peters 60-53 þar sem Sara skoraði fjögur stig og tók þrjú fráköst.