Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Sara sigraði - Elvar góður í tapi
Sunnudagur 6. desember 2015 kl. 11:45

Sara sigraði - Elvar góður í tapi

Lið Kristins fékk skell

Suðurnesjafólkið okkar í bandaríska háskólaboltanum í körfubolta var í eldlínunni í gær en þar áttu þau misjöfnu gengi að fagna.

Elvar Már Friðriksson og félagar í Barry háskólanum þurftu að sætt sig við naumt tap í leik gegn Palm Beach, 99-100 lokatölur. Njarðvíkingurinn Elvar átti afbragðs leik þar sem hann skoraði 16 stig og gaf átta stoðsendingar. Elvar nýtti skot sín vel og tapaði aðeins tveimur boltum á 36 mínútum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Njarðvíkingurinn Kristinn Pálsson og lið hans Marist, tapaði stórt gegn skóla IONA. Kristinn skoraði sex stig og tók þrjú fráköst, en hann lék mest allra í liði sínu eða 33 mínútur alls.

Canisius skólinn þar sem Keflvíkingingurinn Sara Rún Hinriksdóttir leikur, sigruðu lið St. Peters 60-53 þar sem Sara skoraði fjögur stig og tók þrjú fráköst.