Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sara Rún valin í úrvalslið í háskólaboltanum
Miðvikudagur 24. október 2018 kl. 10:07

Sara Rún valin í úrvalslið í háskólaboltanum

Keflvíkingurinn Sara Rún Hinriksdóttir var valin í úrvalslið í MAAC deildinni í háskólakörfuboltanum eftir undirbúningstímabilið sem var að renna sitt skeið. Sara er á sínu síðasta ári við Canisius skólann í New York fylki. Hún leiddi lið sitt í stigum, fráköstum og stoðsendingum á síðasta tímabili og er líkleg til frekari afreka á komandi tímabili sem er hennar síðasta við skólann. Tímabilið hefst þann 9. nóvember.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024