Sara Rún skoraði 6 stig í sínum fyrsta A-landsleik
Íslendingar með auðveldan sigur gegn Möltu
Íslensku körfuboltastúlkurnar voru rétt í þessu að sigra Möltu á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg. Þar þreyttu m.a. Keflvíkingarnir ungu, Sara Rún Hinriksdóttir og Ingunn Embla frumraun sína með A-landsliðinu. Sara Rún skoraði 6 stig í leiknum og tók tvö fráköst en Ingunn Embla komst ekki á blað. Leikurinn endaði með öruggum sigri Íslendinga 77-59. Suðurnesjakonurnar Petrúnella Skúladóttir, Pálína Gunnlaugsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir og María Ben Erlingsdóttir léku ágætlega í leiknum en engin þeirra skoraði yfir 10 stig.
Næsti leikur stelpnanna er við Kýpur á föstudaginn kl.14:00 að íslenskum tíma.