Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Sara Rún með sögulegan árangur
Þriðjudagur 27. febrúar 2018 kl. 07:00

Sara Rún með sögulegan árangur

- Braut 1000 stiga múrinn

Sara Rún Hinriksdóttir náði sögulegum árangri með liði sínu Canisius í bandaríska háskólaboltanum í körfubolta sl. laugardag þegar hún náði þeim áfanga að ná þúsund stigum í háskólaboltanum á sínum ferli.
Sara Rún náði þúsund stigunum snemma í leiknum, leikurinn endaði með tapi Canicius en liðið mætti Siena College og urðu lokatölur leiksins 59-68 fyrir Siena. 
Sara skoraði alls 20 stig í leiknum, 6 fráköst og 2 stoðsendingar, Sara Rún lék 39 mínútur í leiknum.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024