Sara Rún í úrvalsliði fyrri hluta móts í körfunni
Rýr uppskera Suðurnesjamanna
Úrvalslið karla og kvenna í Domino's deildunum voru kynnt nú í hádeginu en þar voru Lele Hardy leikmaður Hauka og Michael Craion leikmaður KR útnefnd bestu leikmenn í fyrri hluta deildanna. Suðurnesjafólk hefur oft verið meira áberandi við slíkar athafnir, en að þessu sinni komast aðeins Keflvíkingurinn Sara Rún Hinriksdóttir í úrvalslið af Suðurnesjamönnum.
Dómarinn Sigmundur Már Herbertsson frá Njarðvík var valinn besti dómari Domino's deildanna.
Úrvalslið kvenna á fyrri hluta Domino´s deildarinnar
Hildur Sigurðardóttir - Snæfell
Gunnhildur Gunnarsdóttir - Snæfell
Lele Hardy - Haukar
Sara Rún Hinriksdóttir - Keflavík
Ragna Margrét Brynjarsdóttir - Valur
Besti þjálfarinn: Ingi Þór Steinþórsson - Snæfell
Dugnaðarforkurinn: Ragnheiður Benónýsdóttir - Valur
Besti leikmaður fyrri hlutans: Lele Hardy - Haukar
Úrvalslið karla á fyrri hluta Domino´s deildarinnar
Dagur Kár Jónsson - Stjarnan
Pavel Ermolinskij - KR
Darrel Lewis - Tindastóll
Helgi Már Magnússon - KR
Michael Craion - KR
Besti þjálfarinn: Finnur Freyr Stefánsson - KR
Dugnaðarforkurinn: Sveinbjörn Claessen - ÍR
Besti leikmaður fyrri hlutans: Michael Craion - KR
Besti dómari Domino's deildanna: Sigmundur Már Herbertsson