Sara Rún framlengir samningi sínum við Keflavík
Penninn fór á loft hjá körfuknattleiksdeild Keflavíkur þegar Sara Rún Hinriksdóttir skrifaði undir samning og mun hún leika með Keflavík næstu tvö árin
Sara kom til Keflavíkur á síðasta tímabili og átti stóran þátt í því að liðið vann þrefalt. Það þarf engum blöðum um það að fletta hversu öflugur leikmaður er hér á ferð. Lykilleikmaður í A landsliði kvenna og gríðarleg reynsla sem býr í henni. Friðrik Ingi, nýráðinn þjálfari Íslands-, deildar og bikarmeistara Keflavíkur, var virkilega ánægður að fá að njóta krafta Thelmu, Emelíu og Söru áfram og telur hann það algert lykilatriði að halda stelpum sem hafa alist upp í þessum klúbbi. Enginn vafi er á getu þeirra og við erum með lið sem getur farið langt.
Sara var einnig ánægð að vera búin að skrifa undir hjá uppeldisfélaginu. „Það var gott að koma aftur í Keflavíkina á síðasta tímabili og ekki verra að næla í alla þrjá titlana. Nú hefst vinnan í að halda þeim í bikarskápnum hér í Blue-höllinni. Ég hlakka til að leggja mitt af mörkum í að það verði að veruleika.”
Frá þessu er greint á Facebook-síðu körfuknattleiksdeilda Keflavíkur