Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sara Rún fékk flest atkvæði í Stjörnuleikinn
Sara Rún hefur leikið frábærlega fyrir Keflavík í vetur.
Miðvikudagur 23. janúar 2013 kl. 05:43

Sara Rún fékk flest atkvæði í Stjörnuleikinn

Kosningunni í Stjörnuleik kvenna 2013 er lokið og fékk Keflvíkingurinn Sara Rún Hinriksdóttir flest atkvæði í kjörinu. Hún er í byrjunarliði landsbyggðarinnar sem leika mun gegn höfuðborgarsvæðinu þann 30. janúar næstkomandi í Keflavík.

Sigurður Ingimundarson þjálfari Keflavíkur mun stýra liði landsbyggðarinnar en það er Finnur Freyr Stefánsson þjálfari KR sem stýra mun liði höfuðborgarsvæðisins.

Eftirtaldir leikmenn hlutu flest atkvæði og munu skipa byrjunarliðin í Stjörnuleik kvenna 2013:

Lið höfuðborgarsvæðisins: (fjöldi atkvæða fyrir framan)
207 • Britney Jones • Fjölnir
151 • Sigrún Sjöfn Ámundadóttir • KR
149 • Siarre Evans • Haukar
141 • Jaleesa Butler • Valur
131 • Margrét Rósa Hálfdanardóttir • Haukar

Lið landsbyggðarinnar:
243 • Sara Rún Hinriksdóttir • Keflavík
238 • Lele Hardy • Njarðvík
202 • Pálína Gunnlaugsdóttir • Keflavík
171 • Hildur Björg Kjartansdóttir • Snæfell
166 • Hildur Sigurðardóttir • Snæfell

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024