Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sara Rún Domino´s leikmaður umferða 1-3
VF-Mynd/Hilmar Bragi
Þriðjudagur 16. október 2012 kl. 10:03

Sara Rún Domino´s leikmaður umferða 1-3

Keflvíkingurinn Sara Rún Hinriksdóttir hefur verið útnefnd Domino´s leikmaður umferða 1-3 í Domino´s deild..

Keflvíkingurinn Sara Rún Hinriksdóttir hefur verið útnefnd Domino´s leikmaður umferða 1-3 í Domino´s deild kvenna. Það voru lesendur Karfan.is sem kusu Söru Rún sem hlýtur í verðlaun Sparitilboð A hjá Domino´s en þar gefur að líta stóra pizzu af matseðli, 2L gos, stóran skammt af brauðstöngum og sósu.

Í fyrstu þremur deildarleikjunum með Keflavík sem situr á toppnum með Snæfell var Sara Rún með 18 stig, 10 fráköst og 1,7 stoðsendingu að meðaltali í leik. Jafnaðarframlag hennar á leik var 24,3 stig.

Karfan.is gerði sex leikmanna úrtak sem lesendur völdu úr og skiptust atkvæðin svo:
Sara Rún Hinriksdóttir - 32,18%
Lele Hardy - 30,56%
Hildur Björg Kjartansdóttir - 16,44%
Unnur Lára Ásgeirsdóttir - 10,88%
Alda Leif Jónsdóttir - 6,48%
Siarre Evans - 3,46%

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024