Sara Rún áfram í Englandi
Keflvíkingurinn Sara Rún Hinriksdóttir, landsliðskona í körfubolta, mun áfram leika með enska liðinu Leicester Riders en það er í í bresku atvinnumannadeildinni.
Sara kom til Leicester á síðasta ári og var einn besti leikmaður liðsins á síðustu leiktíð og skoraði 17 stig og tók sex fráköst að meðaltali í leik. Sara varð bikarmeistari með liðinu og var valinn besti leikmaðurinn í bikarúrslitaleiknum í vor.
Sara var einn af lykilleikmönnum Keflavíkurliðsins áður en hún hélt til náms í Bandaríkjunum en þar lék hún með háskólaliðinu í Buffalo borg New York fylkis.