Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sara og Elvar í stuði í háskólaboltanum
Mánudagur 23. janúar 2017 kl. 16:26

Sara og Elvar í stuði í háskólaboltanum

Suðurnesjafólk heldur áfram að gera góða hluti í hákólakörfuboltanum í Badnaríkjunum. Þau Elvar Már Friðriksson og Sara Rún Hinriksdóttir fóru fyrir sínum liðum um helgina í góðum sigrum.

Elvar leiddi lið Barry skólans með 20 stig og 7 stoðsendingar, í 77-63 sigri gegn Nova Southeastern, en hann spilaði mest allra í liðinu í leiknum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sara Rún var svo maður leiksins þeger Canisius háskólinn sigraði Fairfield 63:49, þar sem Sara skoraði 17 stig og tók 8 fráköst.