Sara með 10 stig í tapleik
Keflvíkingurinn Sara Rún Hinriksdóttir stóð sig vel þegar lið Canisius hennar tapaði fyrir Texas háskólanum í bandaríska háskólaboltanum í körfubolta. Sara skoraði 10 stig á 19 mínútum, auk þess sem hún tók þrjú fráköst. Sara fær lítið frí yfir jólin en liðið leikur tvisvar fyrir áramót. Liðið hafði sigrað sex leiki í röð áður en það mætti Texas skólanum. Að neðan má sjá helstu tilþrif út leiknum gegn Texas.