Sara í fimmta sæti eftir fyrsta dag á heimsleikunum
Njarðvíkingurinn Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er í 9. sæti eftir fyrsta daginn á heimsleikunum í crossfit sem nú standa yfir í Kaliforníu í Bandaríkjunum.
Sara varð ellefta í fyrstu þraut, sem var sjö km víðavangshlaup. Í annarri þrautinni, sem var réttstaða, náði Sara níunda sæti og loks því fjórða í síðustu þrautinni, sem var æfing með bolta, uppsetur og hlaup upp brekku þar sem keppendur þurftu að bera boltann.
Sara er því níunda með 84 stig en Annie Mist Þórisdóttir er efst með 100 stig.