Sara er í öðru sæti þegar tveir dagar eru eftir
Spennandi keppni framundan á heimsleikunum í crossfit
Suðurnesjakonan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er sem stendur í öðru sæti á heimsleikunum í crossfit, aðens fjórum stigum frá efstu konu. Sara hefur náð bestum árangri Íslandinga í keppninni sem er haldin í Kaliforníu í Bandaríkjunum.
Í gær náð Sara flottum árangri og varð m.a. þriðja í síðustu grein dagsins. Sara hefur verið stöðug og ekki verið að lenda aftarlega í neinum greinum, en það hefur mikil áhrif á stigasöfnun. Í kvöld verður keppt í þremur greinum, fyrst kl: 20:00, svo 23:30 og 2:50.
Hægt verður að fylgjast með keppninni í beinni hér.