Sara er ennþá fjórða - efst Íslendinga
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er áfram í fjórða sæti á heimsleikunum í crossfit eftir að hafa komið í mark númer 11 í röðinni í fyrstu þraut dagsins. Þrautin sem kallast Murph, er ansi erfið og reynir mikið á þol keppenda, en hún er sú sama og varð til þess að Annie Mist Þórisdóttir þurfti að hætta keppni í fyrra. Þar þurfa keppendur að vera með sex kílóa vesti utan á sér og hefja greinina á því að hlaupa eina mílu, eða 1,6 km. Að því loknu taka við fimm umferðir af, 20 upphífingum, 40 armbeygjum, og 60 hnébeygjum. Eftir það er svo það önnur míla á hlaupum.
Sara er með 348 stig er ennþá efst Íslendinga. Sú sem er í efsta sæti er með 378 stig. Keppni líkur ekki fyrr en á sunnudag og nóg af greinum eftir, þar á meðal tvær greinar síðar í dag.