Sara efst eftir tvær greinar á Spáni
Suðurnesjakonan byrjar af krafti á Evrópuleikunum í crossfit
Crossfitundrið Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir frá Njarðvík er efst eftir tvær greinar á Evrópuleikunum í crossfit sem hófust í dag. Keppnin fer fram í Madrid á Spáni og á Sara titil að verja frá því í fyrra þegar hún hampaði Evróputitli og fór þaðan alla leið á heimsleikana þar sam annað sætið varð niðurstaðan.
Sara fékk fullt hús stiga eftir fyrstu grein í morgun eða 100 stig, hún fékk svo 95 stig í annarri grein. Þær Annie Mist Þórisdóttir og Þuríður Erla Helgadóttir koma næstar á eftir Söru í töflunni.
Á morgun er búist við því að Sara byrji að keppa um kl. 10:55 en útsendingu má nálgast á netinu með því að smella hér.