Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sara efst á heimsvísu þrátt fyrir tap
Föstudagur 24. mars 2017 kl. 09:10

Sara efst á heimsvísu þrátt fyrir tap

Sjáðu einvígi Söru og Katrínar Tönju

Njarðvíkingurinn Sara Sigmundsdóttir er efst á heimsvísu í the Open, sem er undankeppni fyrir heimsleikana í crossfit, þrátt fyrir að hafa tapað gegn ríkjandi heimsmeistara, Katrínu Tönju, í einvígi í Bandaríkjunum í gær í síðustu grein af fimm í undankeppninni.

Sara er efst sem stendur en Katrín Tanja er í fimmta sæti. Aðrir keppendur fá nú tækifæri til þess að bæta árangurinn hjá þessum öflugustu crossfitkonum heims. Einvígið má sjá hér að neðan.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvað er The Crossfit Games Open? Þetta er keppni haldin af eigendum crossfit. Hún er haldin í tvennum tilgangi. Í fyrsta lagi er þetta leiðin að því að komast á Heimsleikana í crossfit. Röðin er því The Open > Regionals > The CrossFit Games. Keppendur á Íslandi munu keppa innan Evrópu um að komast inn á Meridian Regionals sem haldnir eru í Madrid. Þeir 30 efstu karlar, konur og lið í Evrópu og 10 efstu í Afríku munu koma saman og keppa á Meridian Regionals og þaðan munu 5 efstu í karla-, kvenna- og liðaflokki vinna sér inn þátttökurétt á The CrossFit Games (Heimsleikunum) sem haldnir eru 1.-6. ágúst í Madison, Wisconsin í Bandaríkjunum. Þessi Regionals eru haldin víðsvegar um heiminn eða 8 Regionals samtals.

Hvernig fer keppnin fram?

Yfir fimm vikna tímabil er alltaf gefin út ein æfing á aðfaranótt föstudags sem keppendur þurfa að framkvæma og skila þarf inn skorinu sínu á mánudegi inn á heimasíðu Crossfit. Þannig var einvígi Söru og Katrínar.