Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sara efst á heimsvísu - sigraði á The Open
Þriðjudagur 28. mars 2017 kl. 15:58

Sara efst á heimsvísu - sigraði á The Open

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir bar sigur úr býtum í Opna crossfit mótinu, þar sem yfir 150 þúsund keppendur um allan heim spreyttu sig á sömu fimm þrautum, á fimm vikna tímabili. Sara var efst á heimsvísu eftir einvígið við Katrínu Tönju í síðustu viku þrátt fyrir að hafa tapað þar. Aðrir keppendur fengu helgina til þess að reyna að jafna Söru en það hafðist ekki og var Sara fjórum stigum á undan næstu konu. Næsti Íslendingur var Annie Mist í 7. sæti en Katrín Tanja var í 10. sæti.

Næst á dagskrá er svo álfukeppnin en þar keppir Sara í Ameríkuriðli í fyrsta sinn. Svo eru heimsleikarnir í Madison í Bandaríkjunum í ágúst. Sara hafði einnig sigur á þessu móti á síðasta ári en þá tókst henni að skáka Katrínu í einvígi þeirra.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024