Sara á titil að verja í Madrid
Evrópuleikarnir í crossfit fara fram um helgina
Um helgina fer fram Evrópukeppnin í crossfit en mótið er haldið í Madrid á Spáni að þessu sinni. Njarðvíkingurinn Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir á þar titil að verja en hún varð Evrópumeistari í fyrra með eftirminnilegum hætti.
Keppendur geta unnið sér sæti á Heimsleikunum sem fara fram í Los Angeles síðar á árinu. Fjölmargir Suðurnesjamenn frá Crossfit Suðurnes verða á mótinu að styðja Söru til dáða.
Hægt er að fylgjast mótinu í beinni á vefslóðinni á www.games.crossfit.com.