Sannfærandi stórsigur Keflvíkinga
Fyrsti titill tímabilsins
Keflvíkingar unnu fyrsta titilinn sem í boði er á þessu tímabili í körfuboltanum þegar þeir tóku KR-inga í kennslustund í úrslitum Fyrirtækjabikars karla. Keflvíkingar unnu með hvorki meira né minna en 31 stigs mun í leik sem fram fór í Njarðvík. Lokatölur 89-58. Keflvíkingar höfðu yfirhöndina frá upphafi og jukust yfirburðir þeirra þegar á leið. Í lokaleikhlutanum skoruðu KR-ingar m.a. einungis 5 stig, sem telst ansi lítið í körfubolta.
Hjá Keflvíkingum voru erlendu leikmennirnir atkvæðamestir en allir leikmenn skiluðu sínu í leiknum. Hér að neðan má sjá tölfræði leiksins.
Keflavík-KR 89-58 (18-13, 22-19, 33-21, 16-5)
Keflavík: Michael Craion 21/13 fráköst/6 stoðsendingar, Darrel Keith Lewis 17/10 fráköst, Guðmundur Jónsson 14/4 fráköst/5 stolnir, Valur Orri Valsson 11/6 stoðsendingar, Ragnar Gerald Albertsson 8, Gunnar Ólafsson 7, Almar Stefán Guðbrandsson 3, Hafliði Már Brynjarsson 3, Magnús Þór Gunnarsson 3, Þröstur Leó Jóhannsson 2, Arnar Freyr Jónsson 0, Andri Daníelsson 0.
KR: Helgi Már Magnússon 15/4 fráköst/5 stoðsendingar, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 14/6 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 13, Pavel Ermolinskij 6/11 fráköst/7 stoðsendingar, Ólafur Már Ægisson 6, Darri Hilmarsson 4/5 fráköst, Illugi Steingrímsson 0, Högni Fjalarsson 0, Kormákur Arthursson 0, Jón Orri Kristjánsson 0/6 fráköst, Vilhjálmur Kári Jensson 0.