Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sannfærandi sigur á Stjörnunni
Deane Williams var besti maður vallarins í gær. Mynd úr safni Víkurfrétta
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 24. apríl 2021 kl. 10:46

Sannfærandi sigur á Stjörnunni

Keflavík vann Stjörnuna 100:81 í Domino's-deild karla í körfuknattleik í gær. Keflvíkingar mættu mjög ákveðnir til leiks eftir langt Covid-hlé.

Liðin skiptust á forystu framan af en um miðjan fyrsta leikhluta Keflvíkingar tóku völdin og leiddu 28:20 í lok hans.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í öðrum leikhluta juku heimamenn forystuna í átján stig, 59:41, og höfðu góða stjórn á leiknum.

Síðari hálfleikur var eins og sá fyrri, Keflvíkingar stjórnuðu honum af öryggi og gáfu Stjörnunni aldrei færi á að komast inn í leikinn. Lokatölur 100:81.

Deane Williams var frábær með 26 stig, fjórtán fráköst og þrjú varin skot. Þá stóð fyrirliðinn Hörður Axel fyrir sínu með fimmtán stig, fjögur fráköst og ellefu stoðsendingar.

Keflavík: Deane Williams 26/14 fráköst/3 varin skot, Dominykas Milka 21/4 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 15/4 fráköst/11 stoðsendingar, Calvin Burks Jr. 11/7 fráköst, Ágúst Orrason 11, Reggie Dupree 9/4 fráköst, Valur Orri Valsson 7/4 fráköst, Magnús Pétursson 0, Þröstur Leó Jóhannsson 0, Almar Stefán Guðbrandsson 0, Davíð Alexander H. Magnússon 0, Arnór Sveinsson 0.