Sannfærandi hjá Suðurnesjamönnum
Suðurnesjaliðin voru í eldlínunni í Lengjubikar karlaí körfubolta í gær en bæði Grindvíkingar og Njarðvíkingar unnu sannfærandi sigra. Njarðvíkingar unnu öruggan sigur á KFÍ á heimavelli sínum þar sem lokatölur urðu 111-63. Oddur Pétursson var atkvæðamestur Njarðvíkinga í leiknum með 21 stig en Logi Gunnarsson skoraði 20.
Grindvíkingar unnu sömuleiðis sannfærandi sigur gegn Valsmönnum, 109-72. Þar var Ómar Sævarsson í stuði en hann skoraði 24 stig og tók 10 fráköst. Oddur Rúnar Kristjánsson nýr leikmaður liðsins, var svo með 17 stig og 13 stoðsendingar.
Tölfræðin:
Njarðvík-KFÍ 111-63 (23-14, 32-20, 26-11, 30-18)
Njarðvík: Oddur Birnir Pétursson 21/4 fráköst, Logi Gunnarsson 20/6 stoðsendingar, Magnús Már Traustason 14/5 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 10, Hjörtur Hrafn Einarsson 10, Ragnar Helgi Friðriksson 9/6 stoðsendingar, Ágúst Orrason 8, Dustin Salisbery 6, Ólafur Aron Ingvason 6/5 stoðsendingar, Mirko Stefán Virijevic 4/7 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 3, Óli Ragnar Alexandersson 0.
Grindavík-Valur 109-72 (24-15, 20-26, 37-15, 28-16)
Grindavík: Ómar Örn Sævarsson 24/10 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 17/13 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 16/10 fráköst, Hilmir Kristjánsson 15, Jóhann Árni Ólafsson 15/5 fráköst, Ólafur Ólafsson 14/8 fráköst/5 stolnir, Magnús Már Ellertsson 5, Nökkvi Harðarson 3/4 fráköst, Kristófer Breki Gylfason 0, Sverrir Týr Sigurðsson 0.