Sandra í úrvalsliði seinni hluta
Margrét Kara og Herbert verðlaunuð
Úrvalslið síðari hluta Domino´s deildar kvenna í körfubolta var tilkynnt í gær. Suðurnesjamenn áttu þar þrjá verðlaunahafa að þessu sinni. Keflvíkingurinn Sandra Lind Þrastardóttir var valin í fimm manna úrvalslið á meðan Njarðvíkingurinn Margrét Kara Sturludóttir leikmaður Stjörnunnar, var valin dugnaðarforkur síðari hlutans. Sigmundur Már Herbertsson úr Njarðvík var svo valinn besti dómarinn.
Úrvalsliðið var þannig skipað:
Sandra Lind Þrastardóttir - Keflavík
Guðbjörg Sverrisdóttir - Valur
Haiden Denise Palmer - Snæfell
Gunnhildur Gunnarsdóttir - Snæfell
Helena Sverrisdóttir - Haukar
Besti þjálafarinn: Ingi Þór Steinþórsson - Snæfell
Dugnaðarforkurinn: Margrét Kara Sturludóttir - Stjarnan
Besti dómarinn í Domino´s-deild karla og kvenna á síðari hluta:
Sigmundur Már Herbertsson.