Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sandgerðingur þriðji í Eyjatorfæru
Sævar Már á fullri ferð í torfærunni í Eyjum. Ljósmynd: Sæmundur Eric
Þriðjudagur 17. júlí 2012 kl. 11:27

Sandgerðingur þriðji í Eyjatorfæru

Sævar Már Gunnarsson er 27 ára Sandgerðingur sem er í Akstursíþróttafélagi Suðurnesja, AÍFS, og keppir í götubílaflokki í torfæru. Hann byrjaði í fyrra og tók þá þátt í tveimur keppnum. Í vetur tók hann sig svo til og endurbætti bílinn sinn mikið.

Einn stærsti viðburður á Goslokahátíðinni þann 7. júlí var Skipalyftutorfæran sem haldin var austur á nýja hrauninu á Heimaey. Torfærukeppni hafði ekki verið haldin í Vestmannaeyjum síðan 1984. Tuttugu keppendur voru skráðir til leiks, 5 í götubílaflokki og 15 í sérútbúnum flokki.

Sævar endaði í 3. sæti í götubílaflokki með 1802 stig. Í götubílaflokki var mikil slagur alla keppnina og var það Ívar Guðmundsson sem stóð uppi sem sigurvegari á Kölska og annar varð nýliðinn í hópnum, Jón Vilberg Gunnarsson á Snáðanum. Þriðji varð síðan Sandgerðingurinn Sævar Már Gunnarsson á Willys en þetta er hans besti árangur í keppni eftir miklar endurbætur á bílnum á liðnum vetri.

Tveir keppendur frá AÍFS voru í sérútbúna flokknum, feðgarnir frá Selfossi, Benedikt Helgi Sigfússon og Sigfús Gunnar Benediktsson, sem kepptu báðir á Hlunknum. Benedikt endaði í 5. sæti og Sigfús í 8. sæti.

Árni Kópsson var með endurkomu eftir 20 ára fjarveru og vann sérútbúna flokkinn.

Hér eru úrslit keppninnar:

Götubílaflokkur

1. Ívar Guðmundsson Kölski 1878
2. Jón Vilberg Gunnarsson Snáðinn 1833
3. Sævar Már Gunnarsson Willys 1802




Sérútbúinn flokkur

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
1. Árni Kópsson Heimasætan 1708
2. Eyjólfur Skúlasson Hlébarðinn 1493
3. Kristumdur Dagsson Tímaurinn 1452
       

Sævar Már með verðlaunin sín eftir keppnina í götubílaflokki. Ljósmynd: Atli Gunnarsson