Sandgerðingar stefna á 1. deild
Reynir Sandgerði er á toppi síns riðils í 2. deild karla í körfuknattleik um þessar mundir með 12 stig eftir 8 leiki. Sandgerðingar féllu úr 1. deild í fyrra en hafa átt góðu gengi að fagna í 2. deild.
Um síðustu helgi mættu þeir B-liði Hauka og höfðu þar nauman sigur 89-84. Reynismenn hafa unnið 6 af 8 leikjum sínum í riðlinum og eru á toppnum með 12 stig.
Alls er keppt í 5 riðlum í 2. deild karla í körfunni og að lokum er keppt um sæti í svokallaðir úrslitahelgi sem fram fer í deildinni. Þá keppa B-lið sín á milli um sigur í 2. deild en B-lið geta ekki unnið sér inn þátttökurétt í 1. deild.