Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Sandgerðingar sóttu stigin í Hveragerði
Sunnudagur 15. maí 2011 kl. 18:27

Sandgerðingar sóttu stigin í Hveragerði

Reynismenn gerðu góða ferð til Hveragerðis í gær er þeir sóttu þrjú stig í 2. deildinni eftir góðan 2-3 sigur. Heimamenn í Hamri komust yfir á 1. mínútu en Sandgerðingar voru fljótir að svara er Guðmundur Gísli Gunnarsson skoraði á 3. mínútu. Reynismenn skoruðu aftur þegar stundarfjórðungur var liðinn af leiknum en þar var að verki Bjarki Birgisson.

Þegar seinni hálfleikur var ný hafinn skoraði svo Birkir Freyr Sigurðsson og staðan orðin 1-3 fyrir Sandgerðinga. Hamar minnkaði svo muninn úr vítaspyrnu en Reynismenn fóru heim með öll þrjú stigin og byrja því vel í 2. deildinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024