Sandgerðingar skora mest í 2. deildinni
				- Fá líka flest mörk á sig
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			
Sandgerðingar komu sér þægilega fyrir í 3. sæti 2. deildarinnar í knattspyrnu þegar að þeir unnu öruggan 1-5 sigur á liði ÍH í Hafnarfirði í gærkvöld. 
Pétur Þór Jaidee skoraði þrjú marka Sandgerðinga og Jóhann Magni Jóhannsson gerði tvö. Gunnar Richter gerði svo eitt mark. Sandgerðingar hafa skorað flest mörk í deildinni það sem af er sumri eða 16 mörk alls en þeir hafa einnig verið með gjafmildustu vörnina því þeir hafa fengið á sig flest mörk allra liða.






 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				