Sandgerðingar með mikilvægan sigur
Jafnt hjá Njarðvík - Reynir í fallsæti
Sandgerðingar nældu sér í dýrmæt þrjú stig í botnbaráttu 2. deildar karla í knattspyrnu, á meðan grannar þeirra í Njarðvík þurftu að sætta sig við eitt stig á heimavelli.
Arnar Aðalgeirsson skoraði í blálokin og jafnaði metin þegar Njarðvíkingar gerðu 1-1 jafntefli gegn KF á heimavelli sínum í dag. Njarðvíkingar fengu klaufalegt mark á sig snemma leiks. Þeir voru þó betri aðilinn og áttu m.a. tvö skot í tréverkið í fyrri hálfleik. Þeim gekk ekki að brjóta gestina á bak aftur fyrr en á 94. mínútu þegar varamaðurinn Arnar Aðalgeirsson skoraði.
Reynismenn unnu afar mikilvægan útisigur gegn Dalvík/Reyni. Lokatölur urðu 1-2 en það voru þeir Paul McShane og Árni Höskuldsson sem skoruðu mörk Sandgerðinga í leiknum. Leikmenn í báðum liðum fengu að líta rauða spjaldið þegar um 10 mínútur voru til leiksloka.
Staðan eftir leiki dagsins er þannig að bæði Sandgerðingar og Njarðvíkingar hafa 21 stig. Reynismenn eru hins vegar í fallsæti á verri markatölu. Stöðuna má sjá hér að neðan.
VF/myndir Eyþór Sæmundsson