Sandgerðingar áfram í bikarkeppninni
Fyrstu deildarlið Reynis í körfubolta er komið í 16 liða úrslit Powerade bikarkeppninnar eftir sigur á Augnabliki í gær. Lokatölur urðu 66-74 en leikið var í Kórnum, heimavelli Kópavogsliðsins.
Þessi lið eru nýliðar í 1. deildinni. Jafnræði var með liðunum fyrstu sex mínúturnar en eftir það náðu Sandgerðingar frumkvæðinu og héldu því til loka. Staðan eftir fyrsta fjórðung var 11-14 og hálfleikstölur 27-35. Góður kafli í þriðja leikhluta með 10 stigum í röð kom Sandgerðingum í góða stöðu, 46-60 fyrir fjórða leikhluta. En Augnablik setti fyrstu tíu stigin í fjórða leikhluta og hleyptu spennu í leikinn. Sandgerðingar héldu hins vegar haus og kláruðu dæmið.
Reynismenn verða því í pottinum þegar dregið verður í 8 liða úrslitum.
Stig Reynismanna: Gummi 28 stig , Reggie 13 stig, Óli 8 stig , Egill 8 stig, Alfreð 8 stig, Eyþór 5 stig og Elvar 2 stig.