Samúel Þór valinn í U-17 ára landsliðið gegn N.-Írum
Samúel Þór Traustason úr Keflavík var valinn í U-17 ára landslið Íslands sem mætir Norður-Írum í tveimur vináttuleikjum á næstunni. Halldór Björnsson er landsliðsþjálfari U-17 ára landsliðs Íslands. Leikirnir fara fram þriðjudaginn 10. febrúar (18.45) og fimmtudaginn 12. febrúar (12:00). Íslenska liðið er þannig skipað:
Markmenn:
Daði Freyr Arnarsson (BÍ/Bolungarvík)
Andri Þór Grétarsson (HK)
Aðrir leikmenn:
Arnór Breki Ásþórsson (Afturelding)
Alfons Sampsted (Breiðablik)
Sólon Breki Leifsson (Breiðablik)
Viktor Helgi Benediktsson (FH)
Ísak Atli Kristjánsson (Fjölnir)
Ægir Jarl Jónasson (Fjölnir)
Kolbeinn Birgir Finnsson (Fylkir)
Daði Snær Ingason (Haukar)
Birkir Valur Jónsson (HK)
Jón Dagur Þorsteinsson (HK)
Sveinn Aron Guðjohnsen (HK)
Samúel Þór Traustason (Keflavík)
Máni Austmann Hilmarsson (FCK)
Dagur Austmann Hilmarsson (AB Gladsaxe)
Axel Óskar Andrésson (Reading)
Kristófer Konráðsson (Stjarnan)
Erlingur Agnarsson (Víkingur R)
Júlíus Magnússon (Víkingur R)