Samúel opnaði markareikning sinn hjá Viking
Keflvíkingurinn Samúel Kári Friðjónsson var á skotskónum í leik með Víkingi frá Stavangri í norsku bikarkeppninni í knattspyrnu í gærkvöldi. Viking vann Hinna á útivelli 1-4 og Keflvíkingurinn átti tvö þeirra.
Þetta voru fyrstu mörk Keflvíkingsins fyrir Viking en hann hefur verið fastamaður í liðinu í vetur en Samúel er hjá félaginu að láni frá Välerenga.
Samúel opnaði markareikning sinn með því að ná forystu fyrir Viking í leiknum og skoraði síðan þriðja markið í leiknum.