Samúel með stoðsendingu úr innkasti
Myndbandið vinsælt á netinu
Keflvíkingurinn Samúel Kári Friðjónsson sem leikur með enska knattspyrnuliðinu Reading, vakti heldur betur mikla athygli á dögunum. Í leik gegn Leeds í bikarkeppni unglingaliða lagði Samúel upp mark með fremur óvenjulegum hætti, eða beint úr innkasti. Hinn 18 ára gamli miðjumaður virðist hafa krafta í kögglum en hann fleygir boltanum auðveldlega alveg upp að marki Leeds úr innkastinu. Sjá má myndband af atvikinu hér að neðan en myndbandið er orðið nokkuð vinsælt í netheimum.