Samúel Kári verður liðsfélagi Elíasar
Semur við Valerenga í Noregi
Keflvíkingurinn Samúel Kári Friðjónsson hefur gert þriggja og hálfs árs samning við norska úrvalsdeildarliðið Valerenga. Fótbolti.net greinir frá.
Samúel verður því liðsfélagi vinar síns úr Keflavík, Elíasar Más Ómarssonar sem leikið hefur eitt tímabil með norska liðinu.
Samúel Kári hefur verið á mála hjá enska liðinu Reading frá árinu 2013 þar sem hann lék með varaliðinu og unglingaliðum.
Á myndinni hér til hliðar má sjá Keflvíkingana Elías og Samúel á sínum yngri árum.
Hér að neðan má sjá viðtal við Samúel eftir að hann skrifaði undir samninginn í dag.