Samúel Kári þjálfar hjá Nes
Nes eflir starf fyrir yngri iðkendur
Nes íþróttafélag fatlaðra hóf í vetur fótboltaæfingar fyrir yngri iðkendur (14 ára og yngri) sem hafa slegið í gegn, vel mætt og mikið fjör. Næstu vikur verður gestaþjálfari á staðnum sem er vel þekktur, en það er hann Samúel Kári Friðjónsson atvinnumaður hjá Valerenga í Noregi. Nes vilja á næstunni reyna að fá fleiri yngri iðkendur til æfinga og þannig auka þátttöku fatlaðra í íþróttum enn frekar.
Nes eru að æfa fótbolta á þriðjudögum frá 17:15 til 18:00 í Reykjaneshöllinni.