Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Samúel Kári skoraði sigurmarkið í uppbótartíma
Laugardagur 19. október 2013 kl. 17:44

Samúel Kári skoraði sigurmarkið í uppbótartíma

Keflvíkingurinn Samúel Kári Friðjónsson skoraði sigurmark Reading gegn Arsenal þegar unglingalið félagana áttust við í dag. Leiknum lauk með 2-1 sigri Reading en Samúel lék á miðjunni í leiknum.

Samúel sem samdi við enska liðið í vor fékk nýlega leikheimild en þetta er fyrsta mark hans í deildinni. Undanfarið hefur Samúel verið í verkefnum með U19 ára landsliði Íslands þar sem hann hefur komið nokkuð við sögu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024