Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Samúel Kári skoraði gegn Liverpool
Laugardagur 2. nóvember 2013 kl. 16:01

Samúel Kári skoraði gegn Liverpool

Keflvíkingurinn Samúel Kári Friðjónsson heldur áfram að gera það gott með unglingaliði Reading í enska boltanum. Samúel skoraði annað marka liðsins í dag þar sem liðið tapaði 2-4 fyrir Liverpool. Mark Samúels kom eftir hornspyrnu en Keflvíkingurinn lúrði þá á fjærstönginni og setti boltann í netið.

Samúel varð reyndar líka fyrir því óláni að fá dæmda á sig vítaspyrnu í leiknum, sem Liverpoolmenn skoruðu úr.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á dögunum skoraði Samúel líka gegn unglingaliði Arsenal, þar var um að ræða sigurmark í uppbótartíma. Samúel hefur verið að leika ýmist sem varnar- eða miðjumaður.