Samúel Kári skoraði fyrir Herevereen
Keflvíkingurinn Samúel Kári Friðjónsson er nú við æfingar hjá hollenska félaginu Herenveen og mun dvelja þar í eina viku. Hann hefur æft á hverjum degi með unglingaliði Herenveen og leikið einn leik. Það var 4-2 sigurleikur og skoraði Samúle eitt markanna en hann lék sem miðvörður í leiknum. Samúel hefur verið ánægður með dvölina ytra enda eru aðstæður allar til fyrirmyndar og unglingalið Herenveen er í efsta sæti í hollensku deildinni sem liðið vann í fyrra en frá þessu er greint á vef Keflavíkur.
Samúel Kári er fæddur árið 1996 og leikur með 3. flokki Keflavíkur. Hann er einn af okkar efnilegustu leikmönnum og hefur þegar skrifað undir leikmannasamning hjá félaginu. Samúel lék með U-17 ára landsliði Íslands á Norðurlandamótinu í sumar þar sem hann lék fjóra leiki og skoraði eitt mark.