Samúel Kári seldur til Reading
Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur náð samkomulagi um sölu á Samúel Kára Friðjónssyni til Reading á Englandi. Þetta staðfesti Þorsteinn Magnússon formaður knattspyrnudeildar við Víkurfréttir fyrir skömmu. Samúel á eftir að semja við félagið um kaup og kjör en væntanlega verður gangið frá þeim málum innan tíðar.
Ekki er vitað á þessari stundu hvenær pilturinn fer til Reading, en þess má geta að hann er yngsti leikmaðurinn sem Keflavík selur til erlends liðs.
Samúel er einungis 16 ára gamall fæddur árið 1996 og því á fyrsta ári í öðrum flokki. Hann hefur leikið samtals 11 leiki fyrir U-17 ára liðs Íslands og hefur verið 7 sinnum fyrirliði liðsins.
Knattspyrnudeildin vildi nýta tækifærið og óska Samúel alls hins besta í framtíðinni í heimi atvinnumennskunnar.