Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Samúel Kári með góða innkomu í sigri Vålerenga
Þriðjudagur 20. mars 2018 kl. 14:37

Samúel Kári með góða innkomu í sigri Vålerenga

Samúel Kári Friðjónsson kom inn á í leik Vålerenga gegn Odd Grenland um helgina í norsku deildinni í knattspyrnu. Samúel Kári kom inn á í seinni hálfleik og við það kom líf í leik Vålerenga. Liðið gerði tvö mörk í seinni hálfleik og vann leikinn með tveimur mörkum gegn einu.

Vålerenga hefur unnið fyrstu tvo leiki sína á tímabilinu í norsku deildinni en framundan hjá Samúel Kára eru landsliðsverkefni með U-21 árs landsliði Íslands og A landsliði Íslands.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024