Samúel Kári maður leiksins hjá Vålerenga
Keflvíkingurinn og U21 árs landsliðsmaðurinn Samúel Kári Friðjónsson var valinn maður leiksins í knattspyrnuleik Vålerenga og Brann í fyrradag. Vålerenga sigraði leikinn 2-1 en Samúel skoraði fyrra mark liðsins.
„Liðið spilaði frábæran bolta og markið sjálft var geðveik stund. Við spiluðum allir fyrir hvern annan, þannig vinnur maður leiki,“ segir Samúel Kári í samtali við Víkurfréttir.
Hann sneri aftur á fótboltavöllinn í sumar eftir um það bil árspásu vegna hnémeiðsla en undanfarnar vikur hefur Samúel leikið vel og segir hann þetta bara byrjunina. Þetta sé þó erfiðisvinna og langur vegur framundan.
Viðtal við Samúel og mark hans í leiknum má sjá hér fyrir neðan.