Reykjanesbær 3-6 sept
Reykjanesbær 3-6 sept

Íþróttir

Samúel Kári á reynslu hjá Reading
Þriðjudagur 16. október 2012 kl. 14:01

Samúel Kári á reynslu hjá Reading

Samúel Kári Friðjónsson, leikmaður Keflavíkur, er á leiðinni til reynslu hjá enska úrvalsdeildarliðinu Reading. Hann..

Samúel Kári Friðjónsson, leikmaður Keflavíkur, er á leiðinni til reynslu hjá enska úrvalsdeildarliðinu Reading. Hann verður hjá liðinu í viku þar sem hann mun æfa og leika með unglingaliði félagsins. Samúel var hjá Reading í ágúst og félagið hefur nú boðið honum aftur til sín. Þetta kemur fram á heimasíðu Keflavíkur.

Samúel Kári er 16 ára gamall en hann var þrátt fyrir ungan aldur nokkrum sinnum í leikmannahópi Keflavíkur í Pepsi-deildinni í sumar. Hann á að baki 11 leiki með U-17 ára landsliði Íslands og hefur m.a. verið fyrirliði liðsins.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25